Minnibolti Hauka 11 ára drengir gerðu strandhögg í eyjum síðastliðna helgi. Herfangið var sigur í c riðli með fullt hús stiga. Leikið var laugardag og sunnudag í glæsilegum húsakynnum ÍBV. Öll umgjörð um mótið af hálfu ÍBV var til fyrirmyndar.
Leikið var gegn Val, Hrunamönnum, Aftureldingu og ÍBV.
Leikmenn létu ekki erfiða sjóferð til eyja hafa áhrif á spilamennskuna og unnu alla leikina sannfærandi.