Fjórar úr knattspyrnudeild Hauka í Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Þær Natalía Nótt Pétursdóttir, Sara Kristín Jónsdóttir, Eva Antonía Aronsdóttir og Ísabella B. Sigurvinsdóttir voru valdar til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ sem fór fram í Hópinu, knatthúsi í Grindavík, þann 21 janúar síðastliðinn.

Þær Ísabella B. og Eva Antonía eru fæddar árið 2009 og eru á eldra ári í fjórða flokki en Natalía Nótt og Sara Kristín eru fæddar 2010 og eru á yngra ári í fjórða flokki.

Vel gert stúlkur og gangi ykkur vel!

Natalía Nótt, Sara Kristín, Eva Antonía og Ísabella B.