Almenningsíþróttadeild Hauka (Skokkhópur Hauka) boðar til fjölskyldudags næsta laugardag. Allir sem vettlingi geta valdið mæta á Ásvelli kl. 10.00. Amma, afi, mamma, pabbi, börn, vinir, ættingjar og allir hinir mæta með góða skapið og nú verður tekið til hendinni. Við ætlum að hreinsa beðin og planta fyrir framan húsið. Snyrta nánasta umhverfi og gera Ásvelli að flottasta íþróttahúsi landsins. Á eftir ætlum við að sprella smá og fara í allskonar stutt en skemmtileg hlaup, svo sem pokahlaup, þriggja fóta hlaup, starfshlaup ofl. Pútterar verða á staðnum svo það verður hægt að lát ljós sitt skína á þeim vetfangi líka.
Að síðustu verða svo grillaðar pylsur í boði Skokkhóps Hauka. Dagskránni lýkur svo um 12.30. Þetta er tilvalið til að skemmta sér og sínum í frábærum félagsskap og gefa smá til félagsins í leiðinni. Eina skilyrðið er að mæta með góða skapið.