Fjölnir – Haukar á þriðjudagskvöld

HaukarHaukar heimsækja Fjölni heim í Grafarvoginn, annað kvöld, þriðjudagskvöldið 9.ágúst í 1.deild karla í knattspyrnu. Um er að ræða fyrsta leikinn í 16.umferðinni sem lýkur á föstudaginn.

Leikur Hauka og Fjölnis hefst klukkan 19:00 þegar Gunnar Jarl Jónsson flautar leikinn á. Aðeins eitt stig skilur liðin af í deildinni, Haukar í 3.sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Fjölnir er í 4.sæti með 23 stig. 

 

Þegar þessi lið mættust í fyrri umferðinni skyldu liðin jöfn að leik loknum, 0-0. Við vonum að sjálfsögðu að svo verði ekki staðreynd annað kvöld, og vonum enn frekar að Haukastrákarnir rífi sig upp eftir dapran leik í síðustu umferð þegar þeir töpuðu á heimavelli gegn KA 1-2.

 

Allir á völlinn – ÁFRAM HAUKAR!