Fjölmargir Haukarar í íslenska landsliðinu

HaukarGuðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik valdi 21-manns leikmannahóp sem mun taka þátt í næstu fjórum leikjum Íslands í undankeppni fyrir EM 2010.

Þeir Andri Stefan, Kári Kristján Kristjánsson, Freyr Brynjarsson og Sigurbergur Sveinsson eru allir í hópnum en þeir urðu Íslands-og deildarmeistarar með Haukum í vetur. Það eru fleiri leikmenn í hópnum sem hafa leikið með Haukum, Vignir Svavarsson(Lemgo), Árni Þór Sigtryggsson(Akureyri), Þórir Ólafsson(Lubbecke).

Liðið leikur gegn Belgíu í Belgíu 10.júní næst koma tveir heimaleikir í röð, sá fyrri gegn Noregi 14.júní svo gegn Makedóníu einnig á Íslandi 17.júní. Síðan kemur leikur gegn Eistlandi 21.júní ytra.

Hægt er að sjá hópinn í heild sinni hér.