Fjögur stig í hús í dag

Hanna Guðrún StefánsdóttirÍ dag tóku meistaraflokkur kvenna á móti Gróttu og meistaraflokkur karla á móti Akureyri á Ásvöllum. Báðir leikirnir enduðu með Haukasigri og því fjögur stig í hús á Ásvöllum í dag.

Haukastelpurnar byrjuðu mun betur í leiknum gegn Gróttu og komust fljótlega í stöðuna 9 – 4. Gróttustelpur náðu þó að minnka muninn fyrir leikhlé og var staðan í hálfleik 14 – 12 Haukastelpum í vil. Markaskorun Hauka skiptist nokkuð jafnt í fyrri hálfleiknum en Tatanja, Nína Arnfinnsdóttir, Hanna Guðrún og Ramune skoruðu allar þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. 

Í síðari hálfleik var leikurinn mun jafnari. Haukastelpurnar leiddu þó leikinn nánast allan tímann eða þar til í stöðunni 22 – 23 en þá komust Gróttustelpur yfir í fyrsta sinn í leiknum. Þær voru yfir 22 – 23, 23 – 24 og 24 – 25 en eftir það tóku Haukastelpurnar forystuna aftur í stöðunni 26 – 25 og fóru að lokum með sigur 31 – 18. Markahæst í liði Hauka var Hanna Guðrún með 11 mörk og Nína Arnfinnsdóttir skoraði 8. Aðeins þrír leikmenn liðsins skoruðu í síðari hálfleik en auk þeirra Hönnu og Nínu skoraði Ester 4 mörk. Hjá Gróttu var Eva Björk Hlöðversdóttir með 9 mörk, þar af 6 úr vítum, og Karólína Bæhrenz skoraði 7.

Haukastrákar tóku svo á móti Akureyri stuttu eftir að leik stelpnanna lauk. Haukastrákarnir náðu strax góðri forystu og komust fljótlega í 10 – 3. Í hálfleik var staðan svo 18 – 13. Í hálfleik voru þeir Freyr og Einar Örn búnir að skora fjögur mörk hvor og Sigurbergur 3.

Í síðari hálfleik minnkuðu Akureyringar muninn örlítið og var munurinn minnst 20 – 16  en þá juku Haukarnir muninn aftur og sigruðu að lokum 37 – 28. Markahæstur í liði Hauka var Sigurbergur með 8 mörk, Einar Örn skoraði 6 mörk og Freyr 4. Hjá Akureyri skoraði fyrrverandi leikmaður Hauka, Árni Þór Sigtryggsson, 10 mörk og Andri Snær Stefánsson 6 mörk.

Næsti leikur meistaraflokks karla verður gegn HK á miðvikudaginn kemur í Digranesi klukkan 19:30 og svo er fyrsti leikur þeirra í Meistaradeild Evrópu. 

Næsti leikur meistaraflokks kvenna verður einnig gegn HK á laugardaginn í Digranesi klukkan 16:00.