Í gær var tilkynntur 36 manna hópur leikmanna sem valdir hafa verið á úrtaksæfingar KSÍ fyrir leikmenn fædda árið 1994. Í hópnum eru hvorki fleiri né færri en fjórir Haukarar og eiga Haukar flesta leikmenn í hópnum.
Um er að ræða þá Arnar Aðalgeirsson, Gunnar Örvar Stefánsson, Aron Jóhannsson og Björgvin Stefánsson.
Æfingarnar verða tvær um helgina og fara þær fram í Kórnum og Egilshöllinni. Þjálfari U-17 ára liðsins er Gunnar Guðmundsson.
Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum.