Um næstu helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Hópurinn að þessu sinni sem Gunnar Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi inniheldur 36 stráka fædda árið 1994.
Í þeim hópi eru hvorki fleiri né færri en fjórir Haukarar, en Haukar eiga flesta leikmenn í hópnum. Þeir Haukarar sem hafa verið valdir eru, Arnar Aðalgeirsson, Björgvin Stefánsson, Aron Jóhannsson og Gunnar Örvar Stefánsson.
Þessir strákar voru í 4.flokks liðinu sem urðu fyrstu Íslandsmeistarar Hauka í knattspyrnu í fyrra. Þeir gengu svo allir upp í 3.flokk og voru á yngri ári í 3.flokki í sumar og fóru alla leið í undanúrslit en töpuðu þar gegn Keflavík. Það eru fleiri leikmenn í þessum árgangi sem eiga eftir að láta ljós sitt skína og munu líklega fá tækifæri á úrtaksæfingum KSÍ í vetur, en þessi strákar eru gríðalega efnilegir og munu Haukarar líklega fá að sjá þessa stráka spila fyrir meistaraflokk Hauka á komandi árum.
Við óskum strákunum til hamingju með valið og óskum þeim velgengni á æfingunum sem fara fram eins og fyrr segir um næstu helgi.