Einar Guðmundsson og Einar Andri Einarsson þjálfarar U-20 ára landsliðs karla hafa tilkynnt 16 manna leikmannahóp sem tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins en undanriðilinn sem Ísland leikur í er leikinn á Íslandi um næstu helgi.
Í hópnum eru fjórir frá Haukum, þeir Heimir Óli Heimsson, Stefán Rafn Sigurmannsson, Guðmundur Árni Ólafsson og Tjörvi Þorgeirsson. Haukar eiga því 1/4 í liðinu.
Þessir strákar munu einnig spila til úrslita í Íslandsmótinu um helgina í Strandgötu og leika þeir gegn FH í undanúrslitum á morgun, laugardag klukkan 12:00.
Strákarnir mæta Svartfjallalandi klukkan 16.00 á föstudag, Makedónum klukkan 18.30 á laugardag og loks Serbum klukkan 15.00 á sunnudag. Leikirnir verða allir sýndir beint á Sporttv.is en að sjálfsögðu hvetjum við alla til að mæta í Laugardalshöllina og horfa á framtíðarstjörnur landsins.
Hópurinn í heild sinni:
Markverðir:
Sigurður Örn Arnarson, Fram
Svavar Ólafsson, Stjarnan
Arnór Stefánsson, ÍR
Aðrir leikmenn:
Eyþór Magnússon, Stjarnan
Árni Steinn Steinþórsson, Selfoss
Heimir Óli Heimisson, Haukar
Tjörvi Þorgeirsson, Haukar
Róbert Aron Hostert, Fram
Sverrir Eyjólfsson, Stjarnan
Guðmundur Árni Ólafsson, Haukar
Stefán Sigurmannsson, Haukar
Ólafur Guðmundsson, FH
Oddur Gretarsson, Akureyri
Örn Ingi Bjarkason, FH
Bjarki Már Elísson, HK
Ragnar Jóhannsson, Selfoss