Valinn hefur verið 16 manna hópur u-20 ára landsliðs kvenna sem mun leika í undankeppni HM í Tyrklandi helgina 6.-8. Apríl. Leikið verður í Antalya. Ísland er þar í riðli ásamt Rúmeníu, Rússlandi og Tyrklandi og komast tvö lið áfram í lokakeppnina sem leikin verður í Tékklandi í sumar. Hópurinn hélt utan í gær.
Haukar eru ákaflega stoltir af því að eiga fjóra leikmenn í þessum hóp en þær eru: Rakel Jónsdóttir, Karen Helga Sigurjónsdóttir, Silja Ísberg, Viktoría Valdimarsdóttir