Meistaraflokkur Hauka í knattspyrnu stendur fyrir firmakeppni í knattspyrnu laugardaginn 13. mars 2010 í íþróttarhúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði. Mótið hefst kl. 20:00 og lýkur um miðnætti. Spilað verður á handboltavelli í fullri stærð. Stefnan er að hafa 20 lið og spila í 4 riðlum og 5 lið í riðli.
Leikreglur: 4 útileikmenn + markmaður. Heildarfjöldi leikmanna í hverju liði er ekki takmarkaður. Aðeins má vera með 1 leikmann sem spilar með liði í 1deild eða úr PEPSI-deild karla .
Leiktími: 1 x 10 mín. (Gæti breyst eftir fjölda liða)
Þátttökugjald: 20.000 kr. pr. Lið
Skráning hjá Ingvari í síma 773-0400.