Fimm nýjir leikmenn í Hauka

Haukar fengu mikin liðsstyrk í dag

Knattspyrnudeild Hauka hefur gengið frá samningum við fimm nýja leikmenn um að leika með liðinu keppnistímabilið 2013 í 1. deild karla.  Þá hefur verið gengið frá endurnýjun samninga við Hilmar Trausta Arnarson og Kristján Ómar Björnsson. 

Óhætt er að segja að verið sé að rækta Hauka-hjartað enn frekar þar sem þrír uppaldir Hauka-menn snúa aftur; þeir  Ásgeir Ingólfsson, Hilmar Geir Eiðsson og Hilmar Rafn Emilsson.  Þá hefur Viktor Smári Hafsteinsson komið að láni til Hauka frá Keflavík, en hann lék með yngstu flokkum Hauka áður en hann flutti til Reykjanesbæjar.  Að lokum hefur markvörðurinn Sigmar Ingi Sigurðarsson  skrifað undir tveggja ára samning við félagið, en hann lék  síðast með Breiðablik.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Hauka, kveðst afar ánægður með komu þessara leikmanna. ,,Við erum með þessu að styrkja ákveðna þætti frá síðasta tímabili og það er náttúrulega meiriháttar að fá uppalda Hauka-menn aftur í félagið.  Þeir spiluðu með Haukum í úrvalsdeildinni og léku í þeirri deild á síðustu leiktíð þannig að þeir eru reynslunni ríkari sem á eftir að nýtast okkur vel.  Viktor Smári er svo efnilegur bakvörður sem við bindum miklar vonir við. Sigmar markvörður fyllir í skarð Daða en verður í samkeppni við  mjög efnilegan markvörð.  Við erum því komnir með mjög fínan hóp fyrir undirbúningstímabilið sem hefst á næstu dögum.“

 

Margir ungir og efnilegir leikmenn spila með meistaraflokki félagsins. Framíðin er björt og ljóst að ef Haukahjartað verður sterkt ætti liðið að vera enn sterkara en á síðustu leiktíð. Jákvæð styrking frá utanaðkomandi leikmönnum er oft nauðsynleg  sem við Hauka-menn tökum að sjálfsögðu vel á móti að hafnfirskum sið.