Í dag var tilkynntur 17 manna hópur A-landsliðs karla sem mætir Frökkum í tveimur vináttulandsleikjum sem fram fara í Laugardalshöllinni um næstu helgi. Í liðinu er hvorki fleiri né færri en fimm Haukarar þar af tveir sem spila með Haukum í N1-deildinni í ár.
Um er að ræða stórskyttuna Sigurberg Sveinsson og hinsvegar eina nýliðann í hópnum, Aron Rafn Eðvarðsson.
Aðrir Haukarar í hópnum eru, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson.
Miðasala á leikina er í fullum gangi á Miði.is og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að kíkja á landsleikina, enda er Frakkaliðið að mæta með sitt sterkasta lið til landsins.
Hópurinn í heild sinni:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson – 0
Björgvin Páll Gústavsson – 68 landsleikir
Hreiðar Guðmundsson – 101 landsleikir
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson – 102 landsleikir
Arnór Atlason – 89 landsleikir
Aron Pálmarsson – 19 landsleikir
Ásgeir Örn Hallgrímsson – 126 landsleikir
Ingimundur Ingimundarson – 74 landsleikir
Logi Geirsson – 97 landsleikir
Ólafur Stefánsson – 296 landsleikir
Róbert Gunnarsson – 166 landsleikir
Snorri Steinn Guðjónsson – 159 landsleikir
Sturla Ásgeirsson – 47 landsleikir
Sigurbergur Sveinsson – 21 landsleikir
Sverre Jakobsson – 88 landsleikir
Vignir Svavarsson – 127 landsleikir
Þórir Ólafsson – 44 landsleikir