FH – Haukar FRÍTT Í BOÐI ALCAN

Miðvikudaginn 13. desember klukkan 19:00 verður stórleikur í Kaplakrika. Þá fara strákarnir okkar í heimsókn til FH inga. Leikurinn er í 8 liða úrslitum SS bikarins. ALCAN Á ÍSLANDI býður öllum Hafnfirðingum og öðrum handboltaáhugamönnum frítt á leikinn á meðan húsrúm leyfir. Það er því um að gera að fjölmenna á leikinn, láta vel í sér heyra og hvetja strákana okkar til sigurs!! Að sjálfsögðu ætlum við að fara sem lengst í þessari keppni. Til þess verðum við að sjálfsögðu að vinna leikina.

KAPLAKRIKI, MIÐVIKUDAGINN 13. DESEMBER KLUKKAN 19:00. ALLIR ÞANGAÐ!!

ÁFRAM HAUKAR!!