Ferð til Eyja á IV. leik – Haukar geta tryggt sér titilinn

HaukarÁ morgun, þriðjudag, fara Haukar til Eyja og geta með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.

Strákarnir þurfa stuðning og því hvetjum við Haukafólk til að gera sér ferð til Eyja og upplifa ótrúlega stemningu og jafnframt að hvetja strákana okkar til sigurs.

Hópferð verður farinn frá Ásvöllum og fara rúturnar af stað frá Ásvöllum kl. 16:00 til Landeyjarhafnar. Hefjólfur leggur af stað kl. 18:40 til Eyja og til baka 21:30.

Verð er kr. 2.500 í rútuna fram og til baka og svo kostar 1.260 fyrir fullorðna með Herjólfi (aðra leiðina). Gott væri ef fólk væri búið að kaupa miða í Herjólf á undan. Miðar á leikinn eru seldir við inngang.

Skráning í rútu hjá Disu á innkaup@haukar.is  og síma 525 8700 og hægt að kaupa hjá henni

ATH – Rútur leggja af stað kl. 16:00 frá Ásvöllum.