Evrópuleikur n.k. laugardag á Ásvöllum

Seinni leikurinn gegn CSM Foscani í þriðju umferð EHF European Cup verður spilaður næstkomandi laugardag, 4. des kl. 16:00 á Ásvöllum. Fyrri leiknum lauk með 2 marka sigri Foscani í Rúmeníu síðastliðna helgi og því afar mikilvægt að Haukstrákar mæti af fullum krafti í leikinn á laugardaginn.
ÖLLUM er boðið FRÍTT á leikinn en framvísa þarf neikvæðu hraðprófi (2015 og eldri). Hraðpróf gilda í 48 klst. og er því tilvalið að skrá sig í gegnum linkinn hér fyrir og njóta helgarinnar.
Linkur á hraðprófsskráningu: https://hradprof.covid.is