EVRÓPUKEPPNI MFL. KK. HAUKA

Meistaraflokkur karla í handbolta tekur þátt í EHF European Cup og mun leika gegn liði Parnassos Strovolou í heimalandi þeirra, Kýpur, dagana 16 og 17. október næstkomandi. Lið Parnassos Strovolou hefur tekið þátt í Evrópukeppni síðastliðin 4 ár.

Haukar gerðu samkomulag við liðið um að spila báða leikina úti og mun liðið ferðast frá Íslandi 14. október og koma heim 19. október.

Ljóst er að langt og strangt ferðalag bíður strákanna og spennandi verkefni framundan.