Evrópuleikir í handbolta n.k. föstudag og laugardag

Adam Baumruk verður í eldlínunni hjá Haukum um helgina

Karlalið Hauka í handknattleik tekur í ár þátt í Evrópukeppni félagsliða og fer fyrsta umferðin fram um næstu helgi. Liðið hefur í gegnum tíðina spilað alls 94 leiki Evrópukeppnum, sem hlýtur að vera met hér á landi, og kvennalið félagsins 8 leiki.

Í þetta sinn keppa Haukar við sterkt lið frá Hollandi, OCI-Lions, en þeir eru í efsta sæti í hollensku deildinni eftir fyrstu tvær umferðirnar þar í landi. Hollenskur handbolti hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár og er það mál manna að þetta lið sé sýnd veiði en ekki gefin.

Samkomulag var á milli félaganna að báðir leikirnir færu fram hér á landi.

 

 

 

 

·    Föstudaginn 13. september n.k.

o   Fyrri leikur. OCI-Lions – Haukar

o   Ásvellir kl. 19:00

·    Laugardaginn 14. september n.k.

o   Seinni leikur. Haukar – OCI-Lions

o   Ásvellir kl. 17:00

Miðaverð á leikina er kr. 1.500 (sé keypt á báða) en kr. 1.000 fyrir stakan leik.

Takist Haukum að leggja OCI-Lions að velli bíður þeirra annað og stærra verkefni í október eða stórlið S.L. Benfica frá Portúgal.

Mætum öll og styðjum stákana til sigurs!