EVRÓ kvenna:Haukar-Podravka Vegeta

Stelpurnar okkar eru úr leik í Evrópukeppninni eftir tap fyrir króatíska liðinu Podravka Vegeta á Ásvöllum í dag 39-23. Þær töpuðu einnig fyrri leik liðanna a Ásvöllum í gær 24-37 en leikirnir voru í þriðju umferð EHF keppninnar.

Stelpurnar okkar áttu erfitt uppdráttar gegn hinu geysisterka atvinnumannaliði Podravka Vegeta, þær mættu einfaldlega ofjörlum sínum. Þetta króatíska lið er eitt það besta kvennalið sem spilað hefur hér á landi og hefur á að skipa gríðarlega sterkum og fjölhæfum leikmönnum.

Þrátt fyrir tapið fara þessir leikir í reynslubankann hjá stelpunum okkar og gaman fyrir þær að fá tækifæri að etja kappi við þær bestu. Reynslan sem þær hafa fengið í Evrópukeppninni í vetur á eftir að nýtast þeim vel í framtíðinni.