Errea og Haukar semja

Fyrir fyrsta sigurleik Hauka á Fjölni í gær var undirritaður samningur milli Errea og Körfuknattleiksdeildar Hauka. Samningurinn er til tveggja ára og munu  leikmenn í meistaraflokkum Hauka í körfuknattleik leika næstu 2 árin í búningum frá Errea.

Þá mun Errea selja leikmönnum yngri flokka Hauka búninga og hefur sú sala þegar hafist og gengið mjög vel. Það voru þeir Þorvaldur Ólafsson framkvæmdastjóri Errea og Sigurður Freyr Árnason varaformaður Körfuknattleiksdeildar Hauka sem undirrituðu samninginn.

Fram kom við undirritunina að mikil ánægja væri innan körfuknattleiksdeildarinnar með að geta nú að nýju boðið upp á búninga til yngri flokka deildarinnar. Fram kom hjá Þorvaldi framkvæmda stjóra Errea að Haukar væru 10 félagið hér á landi til að gera slíka samning við félagið auk knattspyrnulandsliðs Íslands. Þá sagðist hann mjög ánægður með að geta gert samning við sitt uppeldisfélag Hauka.