Í dag lékur Haukastelpur á móti ÍBV í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Leikurinn byrjaði þannig að þegar 5 mörk voru komin á töfluna og staðan 2-3 fyrir ÍBV, voru öll mörk ÍBV úr vítum og annað mark Hauka. Lengst af leiddu ÍBV leikinn en á 24. mínútu jöfnuðu Haukastúlkur 10-10 en staðan í hálfleik var 11-13.
Sama var uppi á teningnum í fyrrihluta seinni hálfleiks, ÍBV leiddi leikinn en Haukastúlkur fylgdu þeim fast á eftir.
Þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður var staðan 21-25 og enn möguleiki en botninn datt úr leik Hauka og þær töpuðu 31-24.
Þetta er nú líklegast eitthvað fyrir þjálfarteymið að skoða, því þetta hefur verið reyndin í síðustu leikjum liðsins að á síðustu mínútunum spila okkar stúlkur langt undir getu. Því gefa lokatölur ekki rétta mynd af leiknum í heild sinni.
Það vantaði alltaf rétt herslumuninn í leik Hauka og mikið var um að skotin í dag færu stöngin út og sum beint á markvörð ÍBV. Einnig fengu ÍBV konur ansi mörg hraðaupphlaup sem Haukastelpur hefðu átt að vera duglegri við að stoppa. Vörnin var lengst af mjög góð og markvarslan ágæt en eins og áður sagði var sóknarnýtingin ekki nógu góð. Marija á ennþá við meiðsli að stríða en kom þó inn á í nokkrar mínútur í seinni hálfleik og setti 3 mörk. Viktoría var markahæst í leiknum með 7 mörk.
Áfram Haukar!