Enn eitt tapið, nú gegn Breiðablik

Sam Mantom skoraði fyrsta mark Hauka á heimavelli í sumar!Já, fyrsti sigurinn í Pepsi-deild karla ætlar virkilega að láta bíða eftir sér, en hrikalega verður hann sætur þegar hann loks kemur. Í gær tóku Haukar á móti Breiðablik á Vodafone-velli okkar Haukamanna (ásamt Valsmanna).

Í fyrsta sinn í sumar komust Haukar yfir í stöðunni 2-1, með marki frá Arnari Bergmanni Gunnlaugssyni úr víti, en áður hafði Sam Mantom jafnað metin með fyrsta marki Hauka á heimavelli í sumar og það með skalla. Staðan í hálfleik 2-1 Haukum í vil. En þá sögðu Breiðablik ,,Hingað og ekki lengra“ og gáfu í, í seinni hálfleik og sigruðu síðari hálfleikinn 3-0 og leikinn samanlagt 4-2.

 Umfjöllun um leikinn, frá Fótbolti.net

Viðtal við Þórhall Dan, frá Fótbolti.net

Viðtal við Daða Lárusson, frá MBL.is

Umfjöllun um leikinn, frá Vísi.is

Viðtal við Andra Marteins., frá Vísi.is

Næsti leikur Hauka er gegn lærisveinum Willum Þórs Þórssonar, fyrrum þjálfara Hauka í Keflavík næstkomandi mánudag klukkan 19:15. Þar er einnig fyrrum leikmaður Hauka, Ómar Karl Sigurðsson. Þangað til næst, verum bjartsýn ;)…Áfram Haukar!