Emily Armstrong til Hauka

Emily Armstrong hefur undirritað samning við knattspyrnufélag Hauka og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Emily er 27 ára markmaður og kemur frá Bandaríkjunum. Hún er Íslandsvinur en hún lék með ÍBV í Pepsídeildinni 2018 og þekkir því vel íslenska boltann. þá hefur hún einnig leikið í Svíþjóð í næst efstu deild þar, WPSL deildinni í USA og efstu deild í Noregi.
Þetta eru frábær tíðindi fyrir kvennalið Hauka!

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagna nýjum samningi við Emily og bjóðum hana hjartanlega velkomna í félagið.

Emily Armstrong – Mynd: aðsend