„Leikurinn var ágætlega spilaður en ég hef séð fallegri körfubolta.” sagði Emil þegar síðan heyrði í honum hljóðið eftir sigur gegn KR í gær.
Unglingaflokkur hefur gert góða hluti það sem af er vetri en þeir hafa sigrað bæði Fjölni og KR og eru Valsmenn næstu fórnarlömb.
Emil sagði að mikið þarf að bæta spilamennskuna hjá sínu liði ef tekið er mið af leiknum gegn KR.
Mynd: Emi, þjálfari Unglinaflokkks karla – Arnar Freyr Magnússon
„Við spiluðum fanta bolta gegn Fjölni og komum til baka í síðasta leikhluta eftir af hafa verið sjö stigum undir og unnum með fimm. Það var bara fanta vörn sem skilaði okkur þeim sigri en það voru mínir menn ekki að sína í gær. Ég bara veit að þeir geta betur en gerðu það sem þurfti.”
Haukar eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga í deildinni en Keflavík er með þeim á toppnum með jafn marga leiki.
Það vakti athyggli á móti KR innkoma Kristins Kristinsonar af bekknum í fjórða leikhluta og um það hafði Emil að segja „Kristinn er snjall leikmaður og gífurlega miklvægur af bekknum. KR stillti í svæðisvörn og þar er Kristinn algjört eitur. Ég meina 14 stig á 8 mínútum, hver biður um meira.” sagði Emil sáttur við innkomu Kristins.
Leikmenn eins og Helgi Björn, Arnar Hólm og Gunnar Magnússon hafa verið að skila sínu í þessum flokki en hinar baneitruðu skyttur Haukur Óskarsson og Kristinn Marinósson hafa ekki verið að sýna sitt rétta andlit en þeir hafa ekki skilað mörgum stigum í hús fyrir Hauka.
„Haukur og Kristinn Marinós. þurfa bara að vera þolinmóðir. Þeir eru báðir svakalegar skyttur og ef þeir detta í gang þá vorkenni ég bara hinu liðinu. Þetta er ekki spurning hvort heldur hvenær þeir detta í gang og ég bara hreinlega veit að þeir eiga eftir að skila sínu fyrir Unglingaflokk því þeir hafa verið að gera góða hluti í Drengjaflokki.”
„Við stefnum á úrslitakeppnina en tæklum bara einn leik í einu. Við erum með bullandi sjálftraustu og treystum á að Andri taki „Boody shake” eftir hvern leik.” sagði Emil að lokum kampa kátur og er ljóst að Unglingaflokkur ætlar sér að ná langt í vetur.
.