Emil og Íris mikilvægustu leikmennirnir

Íris Sverrisdóttir og Emil Barja sópuðu að sér verðlaunum á lokahófi körfuknattleiksdeildar á dögunum en fyrir utan það að vera mikilvægustu leikmennirnir fór nafn þeirra meðal annars á stuðningsmannaverðlaunin og Fjalarsbikarinn svo eitthvað sé nefnt.

Mikið stuð var á hófinu þar sem að veislustjóri kvöldsins, Henning Henningsson, fór á kostum og sýndi að hann er algjört kamelljón en hann kom fram í hinum ýmsu búningum sem að glöddu gesti kvöldsins. Sólmundur Hólm, skemmtikraftur, kom og hermdi eftir þjóðþekktum einstaklingum og tók lagið.

 


Emil Barja og Íris Sverrisdóttir voru valin mikilvægustu leikmenn liðanna.
 

Haukur Óskarsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir voru valin efnilegustu leikmennirnir.
 

Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Steinar Aronsson sýndu mestar framfarir á tímabilinu.
 

Emil Barja og Guðrún Ósk Ámundadóttir voru valin bestu varnarmenn liðanna. 
 
 
Íris Sverrisdóttir og Emil Barja voru valin bestu leikmennirnir af stuðningsmönnum annað árið í röð.
 

Sævar Ingi Haraldsson og Íris Sverrisdóttir fengu Fjalarsbikarinn þetta árið.
 
Sara Pálmadóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir fengu viðurkenningu fyrir að hafa leikið 200 leiki eða meira fyrir félagið.
 
 
 Haukur Óskarsson, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Emil Barja fengu viðurkenningu fyrir að hafa leikið 100 leiki eða fleiri fyrir félagið.
 
Jence Ann Rhoads, Sólrún Inga Gísladóttir og Jóhannes Páll Magnússon spiluðu sinn fyrsta leik fyrir félagið á tímabilinu.
 
 Daníel Örn Árnason var valinn Dugnaðarforkur Hauka B.
 
 Kristinn Bargmann Eggertsson var valinn Uppáhalds Kristinn Hauka B.