Umferðarverðlaun fyrir seinni hluta Domino’s deildar karla á þessu tímabili voru afhent í gær í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og áttu Haukar tvo fulltrúa í þessum hópi. Emil Barja var valinn í úrvalslið seinni umferðar og Kristinn Marinósson var valinn dugnaðarforkurinn.
Eftirtaldir leikmenn og þjálfarar skipa úrvalsliðið Domino’s deildar karla í seinni hluta keppnistímabilsins 2014-2015:
Pavel Ermolinskij · KR
Emil Barja · Haukar
Stefan Aaron Bonneau · Njarðvík
Darrel Keith Lewis · Tindastól
Grétar Ingi Erlendsson · Þór Þorlákshöfn
Dugnaðarforkurinn: Kristinn Marinósson · Haukar
Besti þjálfarinn: Israel Martin · Tindastóll
Besti leikmaðurinn (MVP): Stefan Aaron Bonneau · Njarðvík