Frábært starf hefur verið unnið í yngri flokkum Hauka í knattspyrnu síðast liðin ár og sést það sennilega best á þeim fjölda ungra iðkenda frá félaginu sem boðaðir eru á æfingar yngri landsliða í knattspyrnu. Við eigum hvorki fleiri né færri en 11 krakka sem hafa verið boðaðir undanfarið á æfingar og þess ber að geta að enn fleiri krakkar frá Haukum hafa æft sl. ár með yngri landsliðunum en getið er hér. Sannarlega frábært ungt afreksfólk sem við erum stolt af!
U19 karla: Magnús Gunnarsson, Aran Nganpanya, Aron Jóhannsson, Björgvin Stefánsson og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson.
U19 kvenna: Kristín Ösp Sigurðardóttir.
U17 karla: Arnar Þór Tómasson og Eggert Georg Tómasson.
U17 kvenna: Hildur Kristín Kristjánsdóttir.
U16 karla: Hrannar Björnsson og Sverrir Bartolozzi.