Á viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðabæjar sem haldin var þann 27. desember sl. voru afhentar viðurkenningar til íþróttafólks sem þótti standi sig einstaklega vel á árinu 2024. Elín Klara Þorkelsdóttir, var valin íþróttakona Hafnarfjarðar í annað sinn og íþróttakarl Hafnarfjarðar var valinn Daníel Ingi Egilsson. Elín Klara hefur sýnt að hún er ein besta handknattleikskona landsins. Þá voru þau Þóra Kristín Jónsdóttir, körfuknattleikskona, Ísak Jónsson, knattpyrnumaður, og Össur Haraldsson, handknattleiksmaður, tilnefnd til viðurkenninga um íþróttakonu og íþróttakarl ársins 2024.
Haukar geta svo sannarlega verið stoltir af sínu fólki sem með árangri sínum og dugnaði eru fyrirmyndir fyrir alla iðkendur félagsins.
Knattspyrnufélagið Haukar óskar þeim Elínu Klöru, Daníel Inga Egilssyni, Þóru Kristínu, Ísak og Össur, hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur á árinu 2024.
Áfram Haukar