Elín Björg komin heim í Hauka

Elín Björg komin heim í Hauka. Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka til næstu tveggja ára. Elín er í námi í Bandaríkjunum þar sem hún spilar fótbolta á skólastyrk. Elín Björg er uppalin í Haukum og spilaði síðast með okkur í Lengjudeildinni sumarið 2020. Eftir það gekk hún til liðs við nágranna okkar í FH en er nú aftur komin heim á Ásvelli. Elín á að baki 102 leiki í meistaraflokki og hefur skorað 35 mörk og erum við í Haukum afar ánægð með að hún spili aftur í Haukatreyjunni á næsta tímabili til að hjálpa meistaraflokki kvenna að komast aftur í Lengjudeildina.