Nú er ekki nema rúmur sólahringur í að baráttan hefjist fyrir alvöru hjá meistaraflokks strákunum í handbolta og er síðasta æfing og videofundur í kvöld. Samkvæmt upplýsingum heimasíðunnar eru allir klárir í slaginn og enginn forföll í hópnum. Slógum við á þráðinn til Harðar Davíðs liðstjóra sem er ekki að fara í sína fyrstu úrslitakeppni enda að klára sitt 25 tímabil sem liðstjóri karlanna þessa daganna og spurðum hann hvernig honum litist á fjögurra liða úrslitinn við ÍR.
Gefum Herið orðið:
,,Mér lýst mjög vel á þetta. Í fyrra komum við inn sem lið þar sem átti bara að vera formsatriði að klára HK sem komst inn í úrslitakeppnina á síðustu metrunum. Eftir óvænt tap þá í fyrsta leik voru við hálfpartinn slegnir út af laginu og komumst aldrei í gang. Núna komum við inn sem minna liðið,
þrátt fyrir að vera deildarmeistarar og allir sem reikna með léttum sigri bikarmeistara ÍR.
Staðan í vetur á móti þeim í þessum fjórum leikjum sem liðiðn hafa mæst er 2-2. Unnum við fyrstu tvo og þeir næstu tvo. Í seinni leikjunum vorum við ekki alveg með okkar sterkasta lið. T.D. var Elías Már að koma inn aftur eftir vinnuslys og lítið æft og Jón Þorbjörn var rifbeinsbrotin og spilaði ekki annan leikinn og lítið hinn.
Nú hinsvegar verðum við vonandi með okkar sterkasta lið ef ekkert gerist á æfingu í kvöld og er ég því mjög bjartsýnn. Stemningin er fín og allir klárir í að leggja sig 110% fram. ÍR er það lið sem hefur verið með flesta áhorfendur í vetur og því mjög mikilvægt að allir Haukamenn og konur mæti á leikina og hvetji strákanna áfram. Þetta er það sem allir eru búnir að vera að bíða eftir í vetur og að fá bikarmeistara í fyrsta leik er bara frábært.
Vitað er að ÍR þarf að vinna einn leik á Ásvöllum til að komast áfram og leggja allt í sölurnar til að gera það í fyrsta leik. Þurfa því allir að vera á tánum, bæði leikmenn og áhorfendur og vonast ég því til að sjá fullt hús á morgunn.Þá hef ég ekki áhyggjur af úrslitunum hjá okkar strákum.„
Leikurinn á morgun hefst klukkan 17.00 og bendum við fólki á að mæta tímanlega því reikna má með fjölda áhorfenda. Mætum í rauðu og hvetjum strákana til sigurs! Jón Gunnar er búin að vera í stífu prógrammi og því ekkert gefið eftir í pöllunum. Annar leikur liðanna er síðan á þriðjudag klukkan 20.00 í Austurbergi og þriðji leikur strax á fimmtudag í DB Schenkerhöllinni.