Handknattleiksdeild Hauka og Einar Jónsson hafa náð samkomulagi um að Einar taki við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Haukum. Samningurinn er til þriggja ára.
Einar Jónsson er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu enda bæði verið þjálfari og leikmaður hjá Haukum í gegnum tíðina. Einar hefur víðtæka reynslu af þjálfun og er vel til þess fallinn að taka við stjórnartaumunum hjá meistaraflokki kvenna.
Haukar ætla áfram að vera í fremstu röð í kvennaboltanum og er fagnaðarefni að bjóða Einar velkomin til að leiða kvennalið Hauka næstu misserin.