Evrópska handknattleikssambandið úrskurðaði Einar Örn Jónsson í eins leiks bann í gær fyrir að koma í veg fyrir að Pler KC gæti tekið miðju á lokasekúndu seinni leiks Hauka og ungverska liðsins á dögunum. Einar Örn missir því af fyrri leiknum gegn spænska liðinu Naturhause La Rioja í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða sem fer fram um miðjan febrúar.