Einar Ólafur Vilmundarson markmaður 2. flokks og þriðji markmaður meistaraflokks spilaði nú um páskana með u-20 ára landsliði Íslands í undakeppni EM. Einar og félagar unnu riðilinn sinn sem spilaður var hér á Íslandi og eru þar af leiðandi búnir að tryggja sér sæti á EM sem haldið verður í sumar.
Heimasíðan óskar Einari til hamingju og vonar að þetta sé bara byrjunin á löngum og farsælum landsliðsferli!