Sælir félagar!
Mig langaði til að birta hérna eina skák sem ég tefldi á mínum yngri árum. Skák þessi var tefld í Dverg, í húsinu bakvið Hafnarfjarðarkirkju, þann 30.desember 1989. Eins og margir vita hafði Skákfélag Hafnarfjarðar þarna aðsetur til margra ára. Við strákarnir Heimir, Sverrir, Sigurbjörn, Stefán Fr., og fleiri eigum þaðan góðar minningar, bæði frá æfingum/mótum og stúderingum.
Þegar enginn vildi tefla við mig, átti ég það til að skreppa einn niðureftir og taka atskákeinvígi við tölvuna, sem mig minnir að Grímur hafi átt. Eins og sést á eftirfarandi skák má glöggt sjá að tölvur eru orðnar talsvert sterkari í dag! Skák þessi er langt frá því að vera gallalaus, en hún er mér mjög kær og ávallt í fersku minni.
Hvítt: Þorvarður Fannar Ólafsson, 1580 elóstig.
Svart: Novag Super Expert.
1.d4-Rf6 2.c4 e6 3.Rc3-d5 4.Bg5-Be7 5.e3 Rbd7 6.Rf3-h6 7.Bh4-0-0 8.cxd5-exd5 9.Bd3-c5?!
9.-c6 var örugglega betra.
10.0-0-c4?!
Vissulega forðar þessi leikur svörtum frá því að fá stakt peð, en gerir honum jafnframt nær ókleift að fá eitthvað mótspil. Nú getur hvítur undirbúið kóngssókn í rólegheitum. Takið eftir því hvað taflmennska tölvunnar verður stefnulaus í framhaldinu!
11.Bc2-Rb6?
Ekki bara það að þessi leikur hafi engan tilgang, heldur nánast þvingar hann hvítan til að leika sinn næsta leik. :o)
12.Re5-He8 13.f4
Upp er komin staða sem er keimlík uppáhaldsstöðu Harry Nelson Pillsbury (1872-1906). Ég vil hvetja ykkur alla til að skoða feril þessa skákmanns, en ég er sannfærður um að hann hefði orðið heimsmeistari hefði hann ekki látist svona ungur.
13.-Bd7 14.Kh1
Upphafið af nokkuð skemmtilegri sóknaráætlun. Ég sá eitt sinn skák með Fischer, þar sem hann rúllar yfir andstæðinginn með þessari sömu hugmynd.
14.-Hc8 15.Hg1?
Þarna er ég of bráður á mér og legg of mikið á stöðuna. Betra hefði verið að leika fyrst leikjum eins og t.d. 15.De2
15.-Dc7?
Í stað þess að halda áfram að leika þessum tilgangslausu leikjum gat tölvan leikið 15.-Rg4!, sem jafnar a.m.k. taflið ef ekki gott betur.
16.g4! +-
Eftir þennan leik held ég að hvíta staðan sé unnin!
16.-Hed8 17.g5-hxg5 18.Hxg5-Bh3?
Til hvers?
19.Df3-Be6 20.Hag1-Re8
Ég lýsi eftir þeim manni sem gæti hugsað sér að fá betri stöðu en þessa! :o)
21.Dh5!-Bxg5 22.Dh7+-Kf8 23.Dh8+-Ke7 24.Bxg5+-Rf6
Svartur hafði hér um aðrar leiðir að velja, en textaleikurinn þó sennilega skárstur (fyrir utan það að gefast upp). Aðrar leiðir voru:
a)24.-Kd6!! 25.Rb5# :o)
b)24.-f6 25.Bxf6+!
bi)25.-Kxf6 26.Df8 eða Dh4 og mátar í næsta leik.
Bii)25.-gxf6 26.Dh7+-Rg7 skársta vörnin 27.Hxg7+-Bf7 28.Hxf7+-Ke6 29.Bf5+-Kd6 30.Rb5#
biii)25.-Rxf6 25.Hxg7+-Bf7 26.Hxf7+-Ke6 27.Dxf6#
25.Dxg7-Hf8!
Svona úr því að staðan er koltöpuð, af hverju ekki að tapa fallega!
26.Bxf6-Ke8 27.Dxf8!!
Ekki leiðinlegt að enda þetta á drottningarfórn! :o)
27.-Kxf8 28.Bh7
og svartur gafst upp því hann er óverjandi mát.
Kveðja, Varði endataflsnautnaseggur! ;o)
Mynd: Harry Nelson Pillsbury.