Eiðsmótið fer fram næstu helgi

Eidsmótið 2010Næstu helgi fer fram Eiðsmótið 2010, fjögurra liða mót þar sem taka þátt meistaraflokkar karla frá Haukum, Fram, Gróttu og Akureyri. Mótið er tileinkað minningu Eiðs Arnarsonar, fyrrverandi formanni handknattleiksdeildar Hauka. Leikið verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu á laugardag og sunnudag. Ókeypis aðgangur er á leikina og hvetjum við alla handknattleiksunnendur til að fjölmenna í Strandgötuna og sjá hvernig liðiin eru að koma undan hléinu sem er á Íslandsmótinu vegna EM í handknattleik. Dagskrá leikjanna er sem hér segir

Laugardagur 23. janúar

kl. 10:00 Haukar – Fram
kl. 11:30 Grótta – Akureyri

16:30 Akureyri – Fram
18:00 Haukar – Grótta

Sunnudagur 24. janúar

kl. 14:30 Fram – Grótta
kl. 16:00 Haukar – Akureyri