Þrjár efnilegar Hauka-stúlkur hafa verið valdar og tekið þátt í landsliðsverkefnum upp á síðkastið. Alexandra Jóhannsdóttir spilaði með U17 í milliriðli fyrir undakeppni EM2016 en leikið var í Svartfjallalandi í október sl. Alexandra spilaði alla leikina, skoraði eitt mark og var valin maður leiksins hjá íslenska liðinu eftir leik gegn Finnlandi. Þá var Sæunn Björnsdóttir valin í úrtak hjá U16 og þær Þórdís Elva Ágústsdóttir og Katrín Hanna Hauksdóttir í úrtaki U17.
Allar eru leikmenn 3. flokks kvenna hjá Haukum og eru að æfa á fullu með 2. flokki og meistaraflokki félagsins.
Haukar óska þeim Alexöndru, Sæunni, Þórdísi og Katrínu innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Áfram Haukar!