Drengjaflokkur hefur farið vel af stað í vetur og unnið all sína leiki í byrjun móts. Á þriðjudaginn síðast liðinn mætti Drengjaflokkur Hauka Stjörnunni inní Ásgarði.
Fyrrihálfleikurinn var jafn og spennandi. Haukastrákarnir voru heldur slakir í fyrri hálfleik og nýtti Stjarnan sér það og leiddu með einu stigi í hálfleik. Haukarnir komu mun sprækari inn í síðari hálfleikinn og lögðu ungt og efnilegt lið Stjörnunnar af velli 70 – 91.
Stigahæstu menn Hauka:
Guðmundur Kári Sævarsson & Bragi Michaelsson voru með 20 stig hvor.
Guðmundur Darri Sigurðsson & Alexander Jarl voru með sinhvor 17 stiginn.
Drengjaflokkur hauka hefur nú leikið þrjá leiki og hafa strákarnir unnið alla leikina.
Þeir kepptu á móti KFÍ síðast liðinn Sunnudag og unnu Þann leik 83 – 73.
Atkvæðamestu leikmenn:
Alexander Jarl : 25 stig – 8 fráköst – 10 tapaðir boltar – 2 stolnir boltar
Guðmundur Kári : 21 stig – 5 fráköst – 3 tapaðir boltar – 5 stolnir boltar – 6 stoðsendingar
Guðmundur Darri : 17 stig – 9 fráköst – 1 varinn bolti – 3 tapaðir boltar – 1 stolinn – 1 stoðsending.
Strákarnir spiluðu einnig á móti ÍR en það var fyrsti leikur strákanna á tímabilinu.
Þeir lögðu ÍR inganna af velli 87 – 57.
Haukastrákar eru ánægðir með byrjunina á tímabilinu þótt margt megi laga og fín pússa. Andri Freysson snýr aftur til æfinga í næstu viku og verður það mikill styrking fyrir flokkinn, Andri hefur verið frá vegna meiðsla í tæpt hálft ár núna , vonandi halda strákarnir áfram á sömu braut.
Þeir mæta ÍA 12.10 næst komandi klukka 21:15 á Ásvöllum