Dregið í SS bikarnum

Í hádeginu í dag var dregið í SS bikarkeppni karla og kvenna. Í karlapottinum voru þrjú lið frá Haukum, Haukar, Haukar U og Haukar 2. Haukar er úrvalsdeildar liðið okkar, Haukar U er ungmennaliðið sem leikur í 1.deildinni og Haukar 2 eru svonefndar „bumbur“.
Haukar U mæta KR á útivelli. Haukar 2 mæta Haukum.
Leikið verður 17. og 18. október. Það er alveg að hreinu að Haukar 2 – Haukar verður hörkuleikur.

Í kvennaflokki var eitt lið frá Haukum í pottinum, Haukar 2. Úrvalsdeildar liðið okkar situr hjá þar sem þær eru bikarmeistarar. Haukar 2 eru svonefndar „vambir“. Þær mæta Fjölni á Ásvöllum. Sá leikur fer fram 24. eða 25. október.

ÁFRAM HAUKAR!!