Í hádeginu í dag var dregið í 16- liða úrslit Poweradebikarsins og drógust bæði lið Hauka gegn liðum Þórs þó frá sitthvoru bæjarfélaginu.
Meistaraflokkur kvenna gerir sér ferð norður yfir heiðar og spilar við Þór frá Akureyri en Meistaraflokkur karla leikur heima gegn Þór Þorlákshöfn.
Allur drátturinn:
Poweradebikar kvenna:
Þór Akureyri – Haukar
Hamar – Valur
Fjölnir – Keflavík
Njarðvík – Laugdælir
Stjarnan – KR
Skallagrímur, Grindavík og Snæfell sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit.
Poweradebikar karla:
KR – Hamar
Grindavík – KFÍ
Haukar – Þór Þorlákshöfn
ÍR – Valur b/Fjölnir
Skallagrímur – Njarðvík b
Keflavík – Tindastóll
Laugdælir – Ármann
Snæfell – Njarðvík
Leikir verða á tímabilinu 3.-6. desember