Dregið í Evrópukeppninni á morgun

Evrópukeppni félagsliða 2009 - 2010

Klukkan 9:00 í fyrramálið verður dregið í 3. umferð EHF keppninnar í handbolta. Við Haukamenn eigum eitt af þeim 32 liðum sem verða í pottinum á morgun, eftir að strákanir okkar unnu glæsilegan sigur á liði Wiska Plock um helgina.

Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum EHF í Vín og hefst klukkan 11.00 að staðartíma eða 9.00 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á þessari slóð. Nú þurfa allir Haukamenn að krossleggja fingur um að drátturinn verði okkur góður. Að sjálfsögðu munum við koma með fréttir af drættinum um leið og þær liggja fyrir.