Dregið í Eimskipsbikarnum á morgun

Á morgun, þriðjudag, verður dregið í 8 liða úrslit karla og kvenna í Eimskipsbikarnum. En Haukar eiga lið í báðum keppnunum.

Dregið verður í fundaraðstöðu ÍSÍ  og hefst drátturinn kl.12.15.

Þau lið sem verða í drættinum á morgun eru eftirfarandi:

Liðin sem verða í pottinum hjá körlunum eru: FH, Fram, Grótta, Haukar, HK, Selfoss, Valur og Víkingur.

Liðin sem verða í pottinum hjá konunum eru: FH, Fram, Grótta, Haukar, KA/Þór, Stjarnan, Valur og Víkingur 2.