Domino’s mót Hauka heppnaðist frábærlega

Domino's styrkti mót helgarinnar myndarlegaDomino’s mót Hauka sem haldið var um helgina á Schenkervellinum á Ásvöllum heppnaðist frábærlega í alla staði. Keppendur á mótinu voru stúlkur í 4.flokki kvenna og komu lið frá Haukum, Þór Akureyri, Aftureldingu, Val, Fjölni og KR til að taka þátt. Samtals um 130 keppendur. 

Það voru Fjölnisstúlkur sem fóru með sigur af hólmi í A-liðum en í B-liðum sigruðu Valsstúlkur. Aðalatriðið var hins vegar að allar stúlkurnar skemmtu sér vel og oft sáust glæsileg tilþrif á vellinum. Að móti loknu fengu stelpurnar svo ljúffengar pizzur frá Domino’s að launum fyrir erfiði helgarinnar og það fór því engin svangur heim.

Við kunnum stúlkunum og þjálfurum þeirra bestu þakkir fyrir ánægjulega helgi og vonumst til að sjá sömu lið aftur að ári.