Dominos-deildin hefst á morgun

HaukarDominos-deild kvenna hefst á morgun þegar Haukastelpur halda suður með sjó og spila við ný krýnda meistara-meistaranna, Keflavík. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er spilaður í TM-höllinni.

Haukar hafa farið vel af stað og spiluðu til úrslita um Lengjubikarinn eftir að hafa unnið alla sína leiki í riðlakeppninni. Litlu mátti muna að fyrsti titill hafi dottið í hús en Haukar töpuðu með minnsta mun í baráttunni gegn Val.