Á nýafstöðnu knattspyrnutímabili urðu þau Dennis Curic og Sara Björk Gunnarsdóttir markahæst hjá Haukum.
Dennis skoraði 10 mörk í 19 leikjum, þar af 9 mörk í 1. deildinni og varð hann áttundi markahæsti leikmaður 1. deildar karla í sumar.
Sara Björk deilir 6. til 10. sæti yfir markahæstu leikmenn 1. deildar kvenna A-riðils en var með fimm mörk í sumar. Lék hún átta leiki með liðinu en hún kláraði tímabilið með Landsbankadeildarliði Breiðabliks.
Markahæstir:
Mfl. karla
Dennis Curic 10 mörk
Hilmar Geir Eiðsson 7 mörk
Edilon Hreinsson 6 mörk
Ásgeir Ingólfsson 5 mörk
Hilmar Rafn Emilsson 4 mörk
Hilmar Trausti Arnarsson 4 mörk
Ómar Karl Sigurðsson 4 mörk
Mfl. kvenna:
Sara Björk Gunnarsdóttir 5 mörk
Sigurborg Jóna Björnsdóttir 2 mörk
Dagbjört Agnarsdóttir 1 mark
Eva Jenný Þorsteinsdóttir 1 mark
Kristín Freyja Óskarsdóttir 1 mark
Þórdís Pétursdóttir 1 mark
Myndir: Haukamenn settu nokkur mörk í sumar – stefan@haukar.is