Haukar urðu í kvöld deildarmeistarar karla í handbolta eftir sigur á Aftureldingu 21-19 í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld! Leikurinn sjálfur var ekki stórkostlega spilaður en það skiptir ekki nokkru máli nú þegar ljóst er að okkar drengir hafa unnið deildina. Frábær sigur og þriðji bikarinn á þessu tímabili í hús. Til hamingju Haukar!