Við minnum á að Meistaraflokkur karla mun etja kappi við Boltafélag Ísafjarðar á morgun, sunnudaginn 20. mars, í Reykjaneshöllinni klukkan 11:00. Þetta er annar leikur liðsins í B-deild Deildarbikarkeppninnar en fyrsta leiknum lauk með 3-0 sigri Hauka á ÍR. Eitthvað er um meiðsli og leikbönn hjá liðinu og því munu einhver ný og nokkur nýlegri andlit sjást í Haukatreyjunum að þessu sinni.
Við hvetjum alla til að taka sunnudagsrúntinn suður með sjó og berja Haukastrákana augum.