Davíð hraðskákmeistari Reykjavíkur!

Það voru Haukamenn sem stálu senunni á hraðskákmóti Reykjavíkur sem fram fór í gærkveldi. Davíð Kjartansson bar sigur úr bítum og er hraðskákmeistari Reykjavíkur 2007. Davíð hlaut 6,5 vinning úr 7 skákum. Mótið gat ekki byrjað betur fyrir Davíð því strax í 1.umferð lagði hann af velli nýbakaðan skákmeistara Reykjavíkur, Hafnfirðinginn Sigurbjörn Björnsson. Það var hins vegar Hjörvar Steinn Grétarsson sem náði að reyta af honum hálfan vinning.

Undirritaður átti mjög gott mót og hafnaði í 2.sæti. Hann gerði jafntefli við Ögmund Kristinsson í 1.umferð og tapaði fyrir Davíð í 5.umferð. Þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Dagur Andri, Bjarni Sæm, Hrannar Baldursson, og Hjörvar Steinn voru hins vegar lagðir af velli.

Þá tók Sverrir Þorgeirsson einnig þátt í mótinu og endaði í 13.sæti með 3,5 vinning. Því miður hef ég ekki upplýsingar um það við hverja hann tefldi.

Að lokum er vert að geta góðs árangurs Páls Sigurðssonar, unglingaþjálfara og fréttaritara skákdeildar Hauka. Hann hafnaði í 3-6.sæti og lagði m.a. af velli Þorstein Þorsteinsson (2297). Þess má einnig geta að Palli er nýbúinn að öðlast viðurkenningu sem alþjóðlegur skákdómari og óskum við honum hjartanlega til hamingju með það! 🙂

Lokastaðan:

1.Davíð Kjartansson..6.5
2.Þorvarður F.Ólafsson..5.5
3.Ögmundur Kristinsson..5.0…(26.0)
4.Hjörvar St.Grétarsson..5.0..(25.0)
5.Páll Sigurðsson……..5.0..(24.0)
6.Sigurbjörn Björnsson…5.0..(19.0)
7.Þorsteinn Þorsteinsson.4.5
8.Jóhann Ingvason……..4.0
9.Daði Ómarsson……….4.0
10.Hrannar Baldursson….4.0
11.Eggert Ísólfsson……4.0
12.Matthías Pétursson….4.0
13.Sverrir Þorgeirsson…3.5
14.Bjarni Sæmundsson…..3.5
15.Hörður A. Hauksson….3.0
16.Elsa M.Þorfinnsdóttir.3.0
17.Dagur A, Friðgeirsson.3.0
18.Aron E. Þorsteinsson..3.0
19.Kristján Ö. Elíasson..3.0
20.Hallgerður H.Þorsteinsd..3.0
21.Örn L. Jóhannsson…….3.0
22.Helgi Brynjarsson…….2.5
23.Einar Ólafsson……….2.0
24.Eyjólfur E.Jóhannsson…2.0
25.Alexander M.Brynjarsson..1.0
26.Ísólfur Eggertsson…….0.0