Davíð fékk þriggja leikja bann, aðrir sluppu

Aga- og úrskurðanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur tekið fyrir málið sem upp kom í leik Hauka og KFÍ á dögunum og hlaut Davíð Páll Hermannsson þyngsta dóminn. Niðurstaðan var þriggja leikja bann. Aðrir sem inn á völlinn fóru sluppu með áminningu en fyrirliðanum Óskari Inga Magnússyni, Steinari Aronssyni og Gerald Robinson voru allir sendir í sturtu eftir að hafa yfirgefið leikmannasvæði til að ganga á milli manna.

Niðurstaða nefndarinnar:
 
Agamál nr. 16/2010-2011
„Hinn kærði, Davíð Páll Hermannsson, skal sæta þriggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011“.
 
„Hinn kærði, Darco Milosevic, skal sæta tveggja leikja banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011“.
 
„Hinn kærði, Nebojsa Knezevic, skal sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011“.
 
Carl Josey, Gerald Robinson, Ingvar Viktorsson, Óskar Magnússon og Steinar Aronsson hlutu sömu úrskurðarorð:
„Hinn kærði skal sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hauka og KFÍ í Iceland Express deild karla sem leikinn var 10. mars 2011“.