Daníel Ingvar á reynslu hjá Stoke City

Daníel Ingvar Ingvarsson, leikmaður 3. flokks karla, var á dögunum á reynslu hjá enska félaginu Stoke City sem leikur í Championship deildinni þar í landi.

Daníel tók þátt í æfingum með U19 liði Stoke sem var í toppbaráttu norðurriðils Premier League U19 á síðasta tímabili og kom inn á síðustu 30 mínúturnar í leik gegn Sheffield United sem tapaðist 1-3.

Daníel var að sjálfsðögðu afar ánægður með ferðina enda mikil upplifun að æfa með jafn sögufrægu félagi og Stoke City er í enskum fótbolta.

Daníel samdi við knattspyrnudeild Hauka síðastliðið vor en hann hefur einnig spilað með 2. flokki félagsins í sumar og æft með meistaraflokki.