Nú gefst fólki tækifæri á að prenta út dagskrá Hauka í Dominos-deild karla og kvenna en gert hefur verið sérstakt dagatal með öllum leikjum liðanna í deildinni.
Dagskránna má finna hérna til vinstri á síðunni og er hún í pdf formi. Skjalið er í stærð A3 og því þarf mögulega að gera einhverjar breytingar í prentstillingum vilji menn hafa þetta smærra.
Þessi dagskrá er gerð með fyrirvara um breytingar ef einhverjar verða.
Einnig gefst fólki færi á að hlaða niður google dagatali með öllum leikjum í deildinni og ættum menn því ekki að þurfa að láta neinn leik fram hjá sér fara.
Notendur gmail verða að senda póst á haukar.karfa@gmail.com og óska eftir að fá dagatalinu deilt.
Notendur Outlook og Ical smella hér til að hlaða því niður
Leiðbeiningar fyrir notendur Outlook og iCal:
– Smelltu á tengilinn fyrir ofan og vistaðu skránna á desktop hjá þér.
– Tvísmelltu á skránna basic.ics
– Ef að skráin opnast ekki í Outlook:
– Opnaðu Outlook
– Veldu File | Open | Calender og finndu desktop
– Fyndu skránna „basic.ics“, veldu hana og tvísmelltu
– Eyddu út basic.ics af Desktop hjá þér.